Mjög óhugnanlegt atvik átti sér stað í Brasilíu fyrir helgi er fyrrum framherjinn Fred var rændur á götum Rio de Janeiro.
Fred er nafn sem margir kannast við en hann var lengi vel landsliðsmaður Brasilíu og skoraði 18 mörk í 39 leikjum.
Fred spilaði síðast með Fluminense í heimalandinu árið 2022 en hann er fertugur í dag og á að baki leiki í Evrópu fyrir Lyon í Frakklandi.
Bifreið Fred var stolið á götum Rio og náðist atvikið á upptöku en sem betur fer er í lagi með þennan fyrrum landsliðsmann.
Einn af glæpamönnunum miðaði byssu að Fred og hótaði honum lífláti eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Rætt var við unnustu Fred eftir atvikið og vill hún flýja land undir eins: ,,Þetta gerist daglega, alls staðar. Við þurfum að fara héðan.“
Tudo normal no Rio de Janeiro…
Fred, do Fluminense, assaltado em um dos endereços mais nobres da cidade. pic.twitter.com/v0LlYEVOkl— O Casca Grossa (@CascaGrossaReal) November 24, 2023