Framherjinn Oumar Niasse er að eiga erfitt uppdráttar þessa dagana en hann hefur nú gert samning við Macclesfield á Englandi.
Niasse var keyptur til Everton árið 2016 fyrir 13,5 milljónir punda og skoraði þar átta mörk í 35 deildarleikjum.
Niasse var síðar lánaður til Hull og Cardiff en sannaði sig ekki þar og var svo seldur til Huddersfield.
Þar spilaði Niasse ekki einn deildarleik og ákvað að skella sér í ensku neðri deildirnar í kjölfarið.
Senegalinn hefur nú gert samning við Macclesfield Town sem leikur í áttundu efstu deild enska pýramídans.
Niasse er enn aðeins 33 ára gamall en hann lék síðast með Morecambe í ensku fjórðu deildinni.