Brentford 0 – 1 Arsenal
0-1 Kai Havertz(’88)
Kai Havertz er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal þessa stundina eftir leik liðsins við Brentford í kvöld.
Um var að ræða lokaleik dagsins á Englandi en allt virtist stefna í markalaust jafntefli á heimavelli Brentford.
Havertz hefur byrjað erfiðlega hjá Arsenal eftir komu frá Chelsea í sumar og kom inná sem varamaður á 79. mínútu.
Ekki löngu seinna var Þjóðverjinn búinn að koma Arsenal yfir en hann skallaði þá fyrirgjöf Bukayo Saka í netið.
Arsenal er komið á toppinn eftir sigurinn og er einu stigi á undan Manchester City.