Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir lið Brescia sem mætti Pisa í Serie B í dag.
Birkir skoraði eina mark Brescia í 1-1 jafntefli en hann var svo tekinn af velli á 71. mínútu.
Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Pisa en hann fékk ekki eina mínútu í jafnteflinu.
Pisa er með 17 stig í 11. sæti deildarinnar en Brescia lyfti sér úr fallsæti með stiginu í dag.
Hér má sjá mark Birkis.
👤 Birkir Bjarnason (f.1988)
🇮🇹 Brescia
🆚 Pisa🇮🇸 #Íslendingavaktin https://t.co/Hs883Zskko
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 25, 2023