Stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Englandsmeistarar Manchester City fengu þá Liverpool í heimsókn.
Það má segja að heimamenn hafi verið töluvert sterkari aðilinn í dag og svekkja sig á að hafa ekki fengið öll þrjú stigin.
Erling Haaland, markavél Man City, kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og var staðan lengi vel 1-0 fyrir þeim bláklæddu.
Bakvörðurinn Trent Alexander Arnold jafnaði hins vegar metin fyrir Liverpool á 80. mínútu og reyndist það mark það síðasta í viðureigninni.
Það var alvöru hiti í leiknum í seinni hálfleik en alls fengu fjórir leikmenn gult spjald.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Man City: Ederson (8), Walker (7), Dias (7), Akanji (6), Ake (7), Rodri (7), Silva (7), Foden (7), Alvarez (6), Doku (8), Haaland (7).
Varamenn: N/A
Liverpool: Alisson (4), Alexander-Arnold (8), Matip (7), Van Dijk (7), Tsimikas (6), Mac Allister (6), Szoboszlai (7), Jones (6), Salah (7), Nunez (6), Jota (6).
Varamenn: Diaz (6), Gravenberch (7), Gakpo (6)