Bernardo Silva hefur staðfest það að hann hafi íhugað að yfirgefa Manchester City í sumarglugganum.
Lið frá Sádi Arabíu sýndu Silva mikinn áhuga en hann ákvað að lokum að halda sig á Englandi sem kom í raun mörgum á óvart.
Barcelona var einnig á eftir portúgalska landsliðsmanninum sem hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Man City.
Peningarnir í Sádi tala sínu máli en Silva hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að halda sig á Etihad.
,,Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi ekki íhugað tilboðin frá Sádi. Það sem vekur minn áhuga er að spila í Meistaradeildinni og hlusta á stuðningsmenn Manchester City tryllast í stúkunni,“ sagði Silva.
,,Þeir misstu sig eftir að við skoruðum gegn Real Madrid í undanúrslitunum eða þegar við unnum Inter Milan í úrslitaleiknum. Ég vil ekki missa af því augnabliki.“