Barcelona hefur grænt ljós frá spænska knattspyrnusambandinu varðandi að fá til sín Vitor Roque í janúarglugganum.
Frá þessu greinir Mundo Deportivo en um er að ræða 18 ára gamlan strák sem leikur með Athletico Paranaense í Brasilíu.
Roque er einn allra efnilegasti leikmaður Brasilíu og hefur skorað 20 mörk í 56 deildarleikjum í efstu deild í heimalandinu.
Barcelona var búið að semja um kaup og kjör og átti Roque að ganga í raðir félagsins næsta sumar. Roque mun þess í stað koma á láni í janúar og svo endanlega næsta sumar.
Hann mun hins vegar koma fyrr en búist var við vegna meiðsla miðjumannsins Gavi sem verður frá út tímabilið.
Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Roque spilað landsleik fyrir aðallið Brasilíu.