Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var lengi steinhissa er hann heyrði af því að Chelsea væri að selja sóknarmanninn Mohamed Salah.
Salah og Richards spiluðu saman hjá Fiorentina á Ítalíu en sá fyrrnefndi var hjá Chelsea frá 2014 til 2016.
Salah hefur lengi verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann var seldur frá Chelsea til Roma árið 2016 og ári seinna fór hann til Liverpool.
Um er að ræða mikil mistök af hálfu Chelsea en Richards getur enn ekki áttað sig á hvað stjórn enska stórliðsins var að hugsa með sölunni á Egyptanum.
,,Við vorum saman hjá Fiorentina. Ég hef sagt þetta svo oft, ég trúi ekki að hann hafi verið látinn fara,“ sagði Richards.
,,Hann var ótrúlegur leikmaður. Ég trúi ekki að Chelsea hafi leyft honum að fara á lán og svo var hann seldur til Roma.“
,,Hann fór framhjá öllum á æfingum og lagði boltann í netið. Hann gerði nákvæmlega það sama í leikjum og ég velti því fyrir mér margoft, af hverju er hann ekki að spila fyrir Chelsea?“