Skórnir sem David Beckham klæddist í sínum 100. landsleik fyrir England eru nú til sölu á uppboði.
Búist er við að þessir skór munu kosta í kringum tvær milljónir króna en hann lék í þeim árið 2008.
Beckham spilaði sinn 100. landsleik gegn Frakklandi í mars 2008 en um var að ræða gulllitaða skó frá Adidas.
England tapaði þessum leik 1-0 og fékk Beckham gult spjald í viðureigninni og átti engan stórleik.
Þessir skór eru nú á uppboði á Englandi og samkvæmt enskum miðlum verða þeir seldir á yfir 10 þúsund pund.
Skóna má sjá hér.