Það muna margir eftir því þegar þrjár stórstjörnur ákváðu að opna hótel í Manchester borg árið 2015.
Hótelið hefur síðan þá vakið mikla athygli en það ber nafnið ‘Hotel Football’ og er ekki langt frá heimavelli Manchester United, Old Trafford.
Alls eru 133 herbergi í þessari fallegu byggingu sem er í eigu Gary Neville, Paul Scholes, Ryan Giggs, Phil Neville og Nicky Butt.
Um er að ræða fyrrum leikmenn Manchester United sem eru einnig eigendur Salford City sem leikur í ensku fjórðu deildinni.
Fjögurra stjörnu hótelið er orðið gríðarlega vinsælt og hefur skilað hagnaði undanfarin ár.
Hér má sjá myndir af þessari glæsilegu byggingu.