fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Reykjavík á toppnum í Bretlandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2023 19:22

Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík – glæpasaga eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur fór í gærkvöldi í fyrsta sætið í Kindle-verslun amazon.co.uk og er þar með mest selda rafbókin á vefnum. Enn situr bókin sem fastast á toppnum.

Reykjavík hefur verið afar vel tekið austan hafs og vestan.  Sunday Times sagði að bókin væri „afar læsileg ráðgáta sem hélt mér allan tímann,“ og gagnrýnandi Financial Times sagði: „norrænar glæpasögur gerast ekki betri.“ Þá skrifaði gagnrýnandi New York Times að sagan væri „óaðfinnanlega fléttuð, með stórkostlegum persónum og fjölmörgum vel undirbyggðum vendingum,“ og valdi hana sem eina af fjórum athyglisverðustu glæpasögunum sem komu út í Bandaríkjunum í september. 

New York Post valdi Reykjavík sem eina af sex bestu bókum vikunnar og í aðdraganda útgáfunnar í Bandaríkjunum skrifaði gagnrýnandi Kirkus Review: „Þessi hefði glatt Agöthu Christie.“ Boston Globe sagði að bókin væri mjög góð og um miðbikið kæmu vendingar sem myndu skekja lesandann. Raunar hefur hróður bókarinnar borist alla leið til Ástralíu en gagnrýnandi  Sydney Morning Herald skrifaði að verkið væri gallalaust. Þá lét breski rithöfundurinn Anthony Horowitz svo um mælt að Reykjavík væri „glæsilega samin ráðgáta eftir tvo stórsnjalla glæpasagnahöfunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“