fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ásta Sigrún Helgadóttir: Fjárhagsleg heilsa fólks er samfélagslegt verkefni – fjárhagsvandræði algengasta orsök hjónaskilnaða

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. nóvember 2023 08:00

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsleg heilsa fólks er samfélagslegt vandamál, enda eru fjárhagsvandræði algengasta orsök hjónaskilnaða í dag. Mikilvægt hlutverk embættis umboðsmanns skuldara snýr að fræðslu og forvarnarstarfi. Segja má að enn sé ekki að fullu búið að gera upp hrunið vegna þess að sumir upplifa sig enn sem fórnarlömb þess, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Ásta Sigrún -  2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 2.mp4

Það er svolítið erfitt að segja til um það. Margir eru mjög sárir enn og finnst hafa verið farið illa með þá þannig að það er kannski erfitt að skilgreina nákvæmlega fórnarlömb hrunsins en áð sem við erum að sjá í dag er mjög ólíkur hópur og kannski meira eins og var áður, þetta er að vissu leyti ákveðin hringrás. Síðan veit maður ekki hvað er fram undan,“ segir Ásta Sigrún.

„Það sem er líka mikilvægt varðandi okkar hlutverk er, eins og ég segi stundum, við eru svona bráðadeildin. Við erum að sjá vandamálin koma og við erum með mjög mikla greiningarvinnu. Við erum stöðugt að upplýsa stjórnvöld og fjölmiðla um það hvað er í gangi,“ segir hún. „Stærsti hópurinn okkar er öryrkjar og stærsti hópurinn er á leigumarkaði. Við erum með fólk með lágar tekjur. Og síðast en ekki síst þá vöktum við árið 2017 athygli á smálánum. Við sáum hóp ungs fólks vaxa og settur var á fót starfshópur og sú umræða hafði mjög mikil áhrif.“

Ásta Sigrún segir að í þessum efnum hafi verið hér villta vestrið en heilmikið hafi dregið úr því. „Þá kannski kem ég að því sem ég tel vera mjög mikilvægt hlutverk okkar, sem er forvarnir og fræðsla – efla fjármálalæsi í landinu. Það hljómar kannski sérkennilega en ég myndi vilja að sem fæstir þyrftu að leita til okkar. Við viljum að sem fæstir lendi í greiðsluerfiðleikum því það er bara mjög alvarlegt mál að lenda í greiðsluerfiðleikum.

Hún segir þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, hafa stutt embættið í verkefnum varðandi fræðslu og Guðmundur Ingi, eftirmaður hans, hafi haldið því áfram. „Við settum í gang hlaðvarp sem heitir „Leitin að peningunum“. Það vakti mjög mikla ánægju og við fengum miklar þakkir. Í því er farið dálítið vítt yfir sviðið, allt frá kannski fasteignakaupum, greiðsluerfiðleikum og viðhorfi til peninga. Hlaðvarpsþættirnir eru orðnir 62 sem eru aðgengilegir bæði á heimasíðunni (www.ums.is) og á Spotify. Við höfum líka verið að móta hljóðbók sem er líka inni á Spotify og verður hugsanlega líka gefin út, við höfum metnað til þess.“

Ásta Sigrún segir starfið vera margþætt. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa. Við hittum á hverjum degi fólk sem er í erfiðleikum og við þurfum að koma því út að það er mjög alvarlegt að vera í greiðsluerfiðleikum. Algengasta orsök hjónaskilnaða í dag er fjárhagserfiðleikar. Við horfum á fólk sem lendir í mjög miklu kvíða og andlegum veikindum. Ég myndi segja, þegar maður horfir á myndina í stærra samhengi, að fjárhagsleg heilsa er bara samfélagslegt verkefni og við erum að búa til betra samfélag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
Hide picture