fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Nýtt skilti á björgunarsveitarhúsi Grindavíkur sýnir viljann í að snúa aftur heim

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2023 15:45

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn, Slysavarnadeildin Þórkatla og Unglingadeildin Hafbjörg, tóku í morgun fyrsta skrefið í að snúa aftur heim í Grinda­vík þegar nýtt skilti var sett á björg­un­ar­sveit­ar­húsið. 

Eins og alþjóð veit þurftu íbúar Grindavíkur að rýma bæinn föstudagskvöldið 10. nóvember síðastliðinn. Neyðarástand Almannavarna var fært niður á hættustig í vikunni og hafa íbúar fengið rýmri heimildir til að kanna ástand húseigna sinna í bænum og sækja verðmæti heim til sín. 

Við tókum fyrsta skrefið í áttina heim núna í morgun þegar við settum upp nýtt skilti á björgunarsveitarhúsið,segir í færslu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á Facebook.

„Í dag eru tvær vikur síðan bærinn var rýmdur og með hverjum deginum sem líður styttist í að við komumst aftur heim. Við fögnum því að nú séu rýmri heimildir til þess að koma til Grindavíkur og að fólk geti sótt eigur sínar að einhverju leiti. Í gær var fyrsti dagurinn í nýju skipulagi en það var jafnframt fyrsti dagurinn þar sem bærinn okkar leit út eins og áður, líflegur og fullur af fólki. Við hlökkum til að koma aftur heim. Grindvíkingar Gefast Ekki Upp.“

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa staðið vaktina alla daga síðan bærinn var rýmdur með dyggri aðstoð félaga þeirra í öðrum björgunarsveitum víðs vegar af landinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna