Christopher Nkunku verður ekki með Chelsea gegn Newcastle á morgun eins og einhverjir stuðningsmenn liðsins höfðu vonast til.
Frakkinn hefur verið frá allt tímabilið til þessa en hann gekk í raðir Chelsea frá RB Leipzig í sumar. Kappinn meiddist hins vegar á undirbúningstímabilinu.
Nkunku nálgast endurkomu og var talað um að það gæti orðið beint eftir landsleikjahlé, sem er þá gegn Newcastle á morgun.
Svo verður ekki en Nkunku er ekki alveg klár.
Leikur Newcastle og Chelsea er klukkan 15 á morgun og fer fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins.