David Raya má ekki standa í marki Arsenal þegar liðið heimsækir Brentford á morgun, hann er í láni hjá Arsenal frá Brentford.
Raya hefur eignað sér stöðuna í markinu hjá Arsenal og Aaron Ramsdale hefur sest á bekkinn.
Ramsdale fær tækifæri í markinu en Arsenal er byrjað að reyna að klára kaupin á Raya og ætti það að gerast í janúar.
Mikel Arteta virðist ekki hafa mikla trú á Ramsdale sem getur þó reynt að koma sér í náðina með góðri frammistöðu á morgun.
Ramsdale byrjaði tímabilið en eftir komu Raya hefur hann setið á bekknum og hann gæti farið frá félaginu í janúar.