Erik ten Hag, stjóri Manchester United kannast ekkert við það að hann sé í stríði við Raphael Varane varnarmann félagsins.
Varane er ekki lengur í byrjunarliði Ten Hag og er mikið rætt og ritað um framtíð franska varnarmannsins þessa dagana.
Varane er orðaður við önnur félög og það hefur verið fullyrt að Manchester United sé tilbúið að selja hann í janúar.
„Ég veit bara ekkert um hvað þú ert að tala,“ segir Ten Hag um stöðuna.
„Þetta eru bara sögusagnir, hér er samkeppni og það þarf að velja á milli frábæra leikmanna. Við erum með Varane og Harry Maguire, og ég þarf að velja.“