Erling Haaland framherji Manchester City er í kappi við tímann um að ná leiknum gegn Liverpool á morgun. Hann æfði í gær en fann til.
City liðið æfir síðar í dag fyrir stórleikinn gegn Liverpool sem hefst klukkan 12:30 á Ethiad vellinum á morgun.
„Hann æfði í gær en fann aðeins til, við æfum í dag og vonandi getur hann verið með,“ segir Pep Guardiola.
Haaland missti af síðasta landsleik Noregs vegna meiðsla en líkur eru taldar á að hann geti verið með frá byrjun á morgun.
Haaland er líklega mikilvægasti leikmaður City á meðan Kevin de Bruyne er áfram frá vegna meiðsla.
Guardiola on Haaland: "He trained yesterday with some slight niggles, but today is our last training session and hopefully he can be a part of it." #MCFC @MirrorFootball
— David McDonnell (@DiscoMirror) November 24, 2023