Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.
Gregg Ryder var á dögunum ráðinn sem þjálfari KR en Mikael er mikill stuðningsmaður liðsins.
„Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ég sé leikmenn ekki standa á hurðinni og biðja um að koma í KR. Ég sé það ekki. Ég hef áhyggjur af því að hópurinn verði ekki nógu góður og þá er erfitt fyrir þjálarann að gera eitthvað,“ sagði hann.
Það vakti athygli á dögunum þegar Kristinn Jónsson fór á Facebook og hló að ummælum Ryder um að leikmaðurinn hafi farið frá KR vegna æfingatímans.
„Það leit alls ekki vel út. Sagan sem ég heyri er að Kiddi Jóns hafi bara viljað ákveðin laun sem KR var ekki tilbúið að samþykkja, ekki einhverjar æfingar í hádeginu,“ sagði Hrafnkell áður en Mikael tók til máls á ný.
„Þetta var ekki góð byrjun og fór alveg í einhverja KR-inga. Hann er í raun að ljúga, þetta byrjar ekki vel.“
Umræðan í heild er í spilaranum að ofan og þátturinn í heild hér að neðan.