Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var í sínu besta skapi á æfingu liðsins í dag og ákvað að taka aðeins í fréttamann Sky Sports.
Klopp er verulega ósáttur með að leikurinn gegn Manchester City fari fram í hádeginu á morgun. Sky Sports vildi sýna leikinn síðdegis.
Lögreglan í Manchester treysti hins vegar ekki stuðningsmönnum félaganna og krafðist þess að leikurinn færi fram í hádeginu.
Klopp skellti sér upp að fréttamanni Sky á æfingu dagsins og tók hann hálstaki, „Mögulega var þetta rautt spjald,“ sagði fréttamaðurinn.
Klopp í góðu gríni hótaði svo að kýla fréttamanninn í magann eins og sjá má hér að neðan.
"That's a potential red card, I would argue" 🟥
Jurgen Klopp gets Sky reporter in a headlock! 😂 pic.twitter.com/RcMsgNOOxR
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 23, 2023