fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Var búin að vera á Íslandi í „5 mínútur“ þegar ósköpin dundu yfir – Situr uppi með tveggja milljóna króna reikning frá Landspítalanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sett hefur verið af stað söfnun á vefnum GoFundMe fyrir bandaríska konu, Stephanie Clevenger, sem veiktist hastarlega skömmu eftir að hún kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Stephanie fékk rúmlega tveggja milljóna króna reikning frá Landspítalanum.

Á söfnunarsíðunni kemur fram að Stephanie hafi verið búin að vera á Íslandi í „5 mínútur“ eins og hún orðar það þegar hún var flutt með sjúkrabíl, sárkvalin, af hótelinu sem hún dvaldi á.

Var með gallsteina og brisbólgu

Rannsóknir leiddu í ljós að Stephanie þjáðist af gallsteinum og brisbólgu (e. pancreatitis) en þekkt er að gallsteinar geta valdið bráðri brisbólgu með tilheyrandi sársauka og kvölum.

Úr varð að Stephanie var lögð inn og skorin upp, en síða hennar á GoFundMe var sett á laggirnar þann 12. nóvember síðastliðinn. Á þeim tíma hafði hún ekki hugmynd um hversu lengi hún þyrfti að dvelja á sjúkrahúsi.

„Ég skammast mín fyrir að biðja um aðstoð en þetta hefur verið algjör martröð,“ sagði hún.

Var nær allt fríið á spítala

Stephanie birti svo uppfærslu þann 16. nóvember en þá var búið að útskrifa hana og hún komin til síns heima. Í færslunni segir hún að það sé erfitt að vera á spítala en að vera á spítala í öðru landi sé hreinlega ógnvekjandi. Hún var því allt fríið sitt, fyrir utan hálfan dag eða svo, á spítala.

Hún segist hafa reiknað með því að Ísland væri líkara Bandaríkjunum en annað hafi komið á daginn. Þannig hafi starfsfólk Landspítalans ekki verið sérstaklega sleipt í ensku.

Stephanie segir að gallblaðran hafi verið fjarlægð nokkrum vikum fyrir Íslandsferðina, en læknirinn hennar heima í Bandaríkjunum gefið grænt ljós á ferðalagið engu að síður. Hún hafi ekki haft hugmynd um að gallsteinar gætu farið í gallganginn og valdið sárum verkjum eins og raunin varð. Læknir hennar heima í Bandaríkjunum hafi svo sagt að þetta væri mjög sjaldgæft en gæti gerst.

Ótryggð og situr í súpunni

Samkvæmt reikningi sem Stephanie birti lá hún inni á Landspítalanum frá 12. nóvember til 14. nóvember og fékk hún reikning upp á tæpar 2,2 milljónir króna. Hún segist hafa ákveðið að greiða inn á reikninginn en þurfi aðstoð við restina, enda 15 þúsund dollarar ekki eitthvað sem maður dregur upp úr veskinu.

Stephanie segir að lokum að tryggingarnar hennar dekki ekki kostnað við sjúkrahúsdvöl erlendis og þá hafi hún ekki keypt sér ferðatryggingu fyrir ferðina. Situr hún því í súpunni. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega tvö þúsund dollarar, um 250 þúsund krónur, safnast.

GoFundMe-síða Stephanie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“