Joe Gomez, Ryan Gravenberch, Curtis Jones og Ibrahima Konate eru allir byrjaðir að æfa og gætu spilað með Liverpool gegn Manchester.
Allir hafa verið að glíma við meiðsli en þeir félagar gætu spilað stórleikinn á morgun.
Konate hefur mikið glímt við meiðsli en þegar hann er heill heilsu er hann líklega fyrsti kostur hjá Jurgen Klopp við hlið Virgil van Dijk í vörninni.
Gravenberch var keyptur frá FC Bayern í sumar en miklar væntingar eru gerðar til hollenska miðjumannsins sem farið hefur rólega af stað.
Liverpool heimsækir Ethiad völlinn í hádeginu á morgun og kemst á topp deildarinnar með sigri.