fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Saksóknari vill Alves í fangelsi og hann gæti fengið níu ára dóm

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. nóvember 2023 10:30

Alves og Sanz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í Barcelona telur sig geta sakfellt Dani Alves fyrir kynferðisbrot og gæti þessi fyrrum knattspyrnumaður átt yfir höfði sér níu ára fangelsi.

Réttarhöld fara að hefjast en Alves hefur hafnað sök.

Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf með meintum þolanda með samþykki þeirra beggja.

Ákveðið var að fangelsa Alves án möguleika á tryggingu en lögfræðingar hans áfrýjuðu. Beiðni þeirra var hafnað.

Alves var tilbúinn, gegn því að hann yrði laus gegn tryggingu, að gefa fram vegabréfið sitt og vera með öklaband. Hann var til í að mæta og gera grein fyrir sér daglega og ekki fara í minna en 500 metra fjarlægð frá heimili eða vinnustað meints þolanda.

Þetta dugði ekki til og var beiðninni hafnað. Í niðurstöðu dómstóls segir að ekki sé hægt að sleppa Alves gegn tryggingu af ótta við að hann reyni að komast til heimalandsins, Brasilíu. Hann sé fjársterkur maður og gæti því tekist það með einum eða öðrum hætti.

Brasilía framselur ekki eigin íbúa þó svo að þeir hafi fengið dóm í öðru landi. Þannig gengur fyrrum knattspyrnumaðurinn Robinho til að mynda laus þar í landi þrátt fyrir að hafa fengið níu ára dóm fyrir hópnauðgun á Ítalíu.

Verði Alves fundinn sekur gæti hann fengið allt að 15 ára dóm samkvæmt spænskum lögum.

Alves er 39 ára gamall og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári