Samband Erik ten Hag, stjóra Manchester United og Raphael Varane er í klessu og erfitt verður að laga það. Þessu heldur Daily Mail fram.
Þar segir að þeir félagar hafi átt stuttan fund á dögunum þar sem Varane vildi ræða málin eftir að hafa verið settur á bekkinn.
Eftir það hefur Varane aðeins komið þrisvar við sögu sem varamaður, hann er ósáttur með að eiga ekki fast sæti í byrjunarliðinu.
Varane er á sínu þriðja tímabili á Old Trafford en hann hefur oftar en ekki verið meiddur á þeim tíma.
Ten Hag vill frekar spila Harry Maguire og Jonny Evans en franska varnarmanninum sem er ósáttur með stöðu sína og gæti farið í janúar.
🚨 BREAKING: Varane has fallen out of favour with Ten Hag such that their relationship has practically BROKEN DOWN.
A frank exchange of views is believed to have taken place after Varane was dropped for the Manchester derby last month, and the Frenchman has only made three…
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) November 24, 2023