fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Eiginkonur Kaupþingskarla umsvifamiklir fjárfestar á Spáni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkonur fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum á Spáni. Þetta kemur fram í umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag.

Umfjöllunin byggist á gögnum sem láku frá Cypcodirect, kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir í daglegum rekstri skúffufyrirtækja fyrir erlenda einstaklinga. Gögnin voru afhent ICIJ, alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna.

Að sögn Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks sem tengist helst í gegnum hinn fallna Kaupþing banka hefur getað fjárfest fyrir hundruð milljóna víða um heim, auk þess að geyma auð sinn á erlendum reikningum og lánar sjálfu sér fé sem geymt er á Tortóla.

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur meðal annars fram að peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á Tortóla séu látnir streyma til félaga á Kýpur í þeim tilgangi að fjármagna byggingu lúxusíbúða á Spáni.

Fram kemur að þrjár konur séu lykilleikendur í umræddum fasteignaverkum og allar eru þær eiginkonur fyrrverandi stjórnenda hins fallna Kaupþings banka.

Um að ræða þær Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar sem var bankastjóri Kaupþings, Lovísu Maríu Gunnarsdóttur, eiginkonu Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Þórhildi Einarsdóttur, eiginkonu Steingríms P. Kárasonar sem var forstöðumaður áhættustýringar hjá bankanum.

Í umfjölluninni kemur fram að þær hafi saman átt nokkur félög sem skráð hafa verið á Tortóla, Kýpur, Danmörku og Spáni, en um þessi félög hafa streymt hundruð milljónir króna sem hagnaður og lán.

Hér má nálgast nýjasta tölublað Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá