Maurizio Sarri fyrrum þjálfari Chelsea og fleiri liða er nýjasta nafnið sem er nefnt til sögunnar þegar kemur að því að starfa í Sádí Arabíu.
Lið þar í landi hafa áhuga á að ráða Sarri sem er í dag á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Lazio.
Sarri er þekktur fyrir það að reykja ansi mikið og segja ítalskir miðlar að iðulega taki hann um 60 sígarettur á dag.
„Má ég reykja þar?,“ spurði Sarri þegar hann var spurður að því hvort hann myndi skoða tilboð frá Sádí Arabíu.
Þegar honum var tjáð að það væri í góðu lagi að reykja í Sádí Arabíu þá sagðist Sarri mögulega skoða slík tilboð.