fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Alvarlegt mál sem krefst skoðunar, segir Skírnir: Slá­andi dæmi um órétt­læti, mis­mun­un og kúg­un

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er al­var­legt mál, og krefst skoðunar,“ segir Skírnir Garðarsson prestur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann um þjóðkirkjuna og umdeildar ákvarðanir efstu ráðamanna þar.

Skírnir segir að óheillavænleg þróun mannauðsmála innan þjóðkirkjunnar hafi undanfarin ár ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með.

„Starfs­fólk hef­ur sagt frá kulda­legu viðmóti bisk­upa, hroka og geðþótta­ákvörðunum, meintri valdníðslu og illskilj­an­leg­um ákvörðunum. MeeToo-bylt­ing­in kem­ur stund­um við sögu, stund­um ekki, en oft­ar en ekki virðast bisk­up­ar hafa farið offari í hlut­verk­um sín­um og þar með valdið óbæt­an­legu tjóni á heilsu fólks og lífs­hög­um.“

Færður til í starfi

Skírnir hefur sjálfur reynslu af þessu og rifjar upp að árin 2011 til 2020 hafi hann sjálfur þurft að standa í leiðinda-mála­skaki við bisk­up Íslands og henn­ar fólk vegna ásak­ana um að hann hefði mis­stigið sig gagn­vart þagn­ar­skyld­unni – eitthvað sem átti ekki við rök að styðjast.

„Ég var færður til í starfi og seinna meinað að þjóna í nafni þjóðkirkj­unn­ar, sú ákvörðun reynd­ist lög­leysa ein. Bisk­up varð að greiða mér skaðabæt­ur og all­an máls­kostnað, en mál mitt hafði velkst gegn­um Per­sónu­vernd, úr­sk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar og sein­ast gegn­um mál­flutn­ing fyr­ir héraðsdómi.“

Skírnir bendir á að máls­kostnaður hafi verið veru­leg­ur og segir hann að honum sé fyr­ir­munað að skilja að kirkj­an sjálf skyldi borga kostnaðinn af rekstr­ar­fé sínu, en ekki bisk­up, sem reynd­ist ábyrgðaraðili fyr­ir þeirri „vit­leysu og þrá­hyggju“ sem um reynd­ist að ræða.

„Þetta tók á, en ég virðist hafa góða and­lega heilsu og stuðning margra, svo ég kvarta ekki. Grein þessi er ekki skrifuð í hefnd­ar­skyni, né að ég vilji níða skó af fólki, en flest þau sem nefnd eru í grein þess­ari eru kunn­ingj­ar mín­ir, skóla­systkin eða sam­starfs­fólk, beggja vegna borðs. Nú er það svo að bisk­up og henn­ar fólk klif­ar á að þau séu ekki sam­mála úr­sk­urðar­nefnd­um eða öðrum nefnd­um, svo sem jafn­rétt­is­nefnd, siðanefnd o.s.frv. – nema þegar þeim háu herr­um hent­ar. Þetta sýna ný­leg dæmi.“

Ákvað að líta í kringum sig

Skírnir segir að hafandi upp­lifað þessi furðuleg­heit árum sam­an hafi hann smám sam­an farið að horfa í kring­um sig, enda sjald­an ein bár­an stök.

„Væru fleiri en ég að glíma við sömu hlut­ina? Ég vissi nátt­úr­lega um aðra presta og starfs­fólk þjóðkirkj­unn­ar sem orðið höfðu fyr­ir barði á bisk­upi, slæm­um stjórn­sýslu­hátt­um, handa­hófs­kennd­um ákvörðunum – og í sum­um til­fell­um hreinu stjórn­sýslu­legu klúðri eða of­beldi. En að hér væri svo mikið grugg vissi ég ekki fyrr en ný­verið,“ segir hann og bætir við:

„Afrakst­ur þess­ar­ar for­vitni minn­ar eru slá­andi dæmi um feiknalegt órétt­læti, mis­mun­un, kúg­un og það sem kalla verður valdníðslu, svo tæpitungu­laust sé talað. Meint­ir gerend­ur eru bisk­up­arn­ir sr. Agnes M. Sig­urðardótt­ir og sr. Karl Sig­ur­björns­son, fyr­ir­renn­ari henn­ar, ásamt bisk­ups­rit­ur­um, vígslu­bisk­up­um, lög­fræðing­um og mannauðsstjórum.“

Skírnir kveðst hafa skoðað ýmis mál sem öll eigi það sameiginlegt að biskupar ákváðu hitt og þetta án aðkomu dómstóla. „Mál­in skilja eft­ir sig slóð af sárs­auka, van­líðan, jafn­vel heilsum­issi og ótíma­bær­um and­lát­um.“

Gengur ekki upp að haga sér svona

Skírnir segir þetta vera alvarlegt mál sem krefjist skoðunar.

„Fólk sem árum sam­an afl­ar sér prests­mennt­un­ar, starfar af heil­ind­um í söfnuðum sín­um og á fjöl­skyld­ur og ætt­menni sem hjálpa til við upp­byggj­andi og heilla­drjúgt starf inn­an kirkj­unn­ar á það ekki skilið að vera kastað út sí-svona, eins og í sum­um til­fell­um er staðreynd.“

Hann segir að þó svo að í ein­hverj­um til­vik­um ein­hverj­um prest­anna hafi orðið eitt­hvað lít­ils hátt­ar á í mess­unni sé samt sem áður mik­il­vægt að gæta meðal­hófs og sann­girni. Því megi segja að bisk­up­ar hafi brugðist því hlut­verki sínu að sýna prest­um skiln­ing, vináttu og veita þeim aðstoð.

„At­hug­um það að eng­inn prest­anna hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir nokk­urn skapaðan hlut, en ein­hverj­ir of­an­nefndra hafa fengið á sig minni hátt­ar kvart­an­ir – ekki þó all­ir – það eru nú öll ósköp­in. Þetta geng­ur bara ekki upp að haga sér svona, bisk­up­ar og bisk­ups­rit­ar­ar,“ segir Skírnir sem boðar frekari umfjöllun um málið.

„Ég mun í næstu grein birta nöfn nokk­urra presta sem ég tel að hafi orðið fyr­ir miklu rang­læti af hálfu bisk­upa þjóðkirkj­unn­ar, mannauðsstjóra og bisk­ups­rit­ara. Þá mun ég birta yf­ir­lit yfir ým­is­legt sem kast­ar ljósi á meinta lög­leysu af hendi þeirra. Næsta grein mun birt­ast fljót­lega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“