The Sun hefur sett saman mögulegt byrjunarlið Manchester United eftir félagaskiptagluggann í janúar.
United hefur verið í brasi á leiktíðinni og er í sjötta sæti. Sir Jim Ratcliffe er að eignast 25% hlut í félaginu og þá gætu orðið breytingar.
Er miðvörðurinn Jean-Clair Todibo til að mynda orðaður við United, en hann er hjá Nice, félagi í eigu Ratcliffe. Myndi hann án efa styrkja varnarleik liðsins.
Þá missir United aðalmarkvörð sinn Andre Onana í Afríkukeppnina í byrjun næsta árs og má búast við að Altay Bayindir, sem fenginn var í sumar, komi inn í byrjunarliðið á meðan.
Þá eru orðrómar á kreiki um að bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka taki þátt á mótinu fyrir hönd Kongó þrátt fyrir að hafa spilað með Englandi í yngri landsliðum. Yrði Diogo Dalot þá eini hægri bakvörður United sem hægt væri að nota.
Hér að neðan má sjá hugsanlegt byrjunarlið United eftir janúar.