fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Skýtur fast á goðsögn Liverpool fyrir skref sitt í sumar – „Eins og að fá blauta tusku í andlitið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake Daniels, leikmaður Blackpool, er eini enski knattspyrnumaðurinn sem er opinberlega samkynhneiður. Hann reiddist við að sjá Jordan Henderson, þá fyrirliða Liverpool, fara til sádiarabíska félagsins Al Ettifaq í sumar.

Fjöldi stjarna elti peningana til Sádí í sumar og Henderson þar á meðal. Samkynhneigð er ekki viðurkennd í landinu en Henderson hafði verið ötull stuðningsmaður hinsegin fólks.

„Hann sendi mér skilaboð þegar ég kom út, studdi mig og sagðist stoltur af mér. Að sjá hann fara til Sádí var eins og að fá blauta tusku í andlitið,“ segir Daniels í viðtali við BBC.

„Þetta er auðvitað pirrandi en peningar hafa greinilega meiri þýðingu fyrir fólk.“

Henderson hafði verið á mála hjá Liverpool síðan 2011 og þá á hann að baki 81 A-landsleik fyrir Englands hönd. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann fór til Sádí í sumar í ljósi stuðningsins við hinsegin samfélagið í gegnum árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári