fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn Pálsson gagnrýnir Davíð Oddsson harkalega fyrir að leggja niður Þjóðhagsstofnun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson fjallar af kögunarhól um umræðuefnið við eldhúsborðin á heimilum landsmanna. Oft er það verðlag, gengi krónunnar og vextirnir í landinu. Hann nefnir að á umbúðum vöru sem við kaupum eru upplýsingar um innihald hennar, eiginleika og uppruna. Einnig sé hægt að lesa verð hennar úr strikamerki á umbúðunum. Þar er þó engar upplýsingar að finna um það hvernig verðið myndast og breytist og því síður hvaða lögmál ráða mestu þar um.

Áður fyrr miðlaði Þjóðhagsstofnun upplýsingum um hagtölur og lagði sjálfstætt og óháð mat á hrif þeirra. Nú gegna hagfræðingar bankanna þessu hlutverki að stórum hluta.

Þar er hæft fólk, sem hefur mikið til málanna að leggja. En þessi upplýsingamiðlun fyrir eldhúsumræður heimilanna er eins og sérfræðingar heildsalanna miðluðu einir þekkingu um eiginleika þeirrar vöru, sem er á boðstólum,“ skrifar Þorsteinn.

Hann segir þennan samanburð hafa komið upp í huga sér í gær þegar ákveðið var að halda himinháum stýrivöxtum óbreyttum.

Samanburðurinn segir okkur þá einföldu sögu að alþjóðlegt samstarf hefur smám saman tryggt neytendum nokkuð góðar upplýsingar um eðli þeirra hluta, sem við kaupum. Við sitjum við sama borð og aðrar þjóðir í þeim efnum.

Á hinn bóginn þurfum við að fara krókaleiðir til að afla upplýsinga um þau lögmál efnahagslífsins, sem skýra verðmyndunina, gengið og vextina.

Þetta er bagalegt því ætla má að mikilvægasta umræðan um efnahagsmál fari einmitt fram við eldhúsborðin.“

Þorsteinn bendir á að gengi krónunnar hefur lækkað um nærri 7% frá því í lok ágúst. Slík breyting yrði kölluð hrun í nágrannalöndunum og orsakirnar yrðu sjálfkrafa heitasta kartaflan í pólitíkinni. Hér sjái stjórnmálamenn hins vegar varla ástæðu til að minnast á þetta og sérfræðingar geri lítið úr þessu.

Hvað sem menn kalla breytingu af þessu tagi hefur hún veruleg áhrif á hag heimilanna og þau viðfangsefni, sem rædd eru við eldhúsborðin.

Hækkun vaxta á að draga úr umsvifum í þjóðarbúskapnum og halda uppi verðgildi gjaldmiðilsins.

Þrátt fyrir þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum hefur verðbólga ekki lækkað að sama skapi hér. Hvers vegna?

Þrátt fyrir þrefalt hærri vexti hefur verðgildi krónunnar hrunið á örfáum vikum. Hvers vegna?“ skrifar Þorsteinn.

Þorsteinn segir brýnt að fræðasamfélagið fylli nú tómarúmið sem varð við hvarf Þjóðhagsstofnunar.

Mörgum er í fersku minni að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lagði Þjóðhagsstofnun niður árið 2002 nánast með pennastriki. Ástæðan var sú að honum hugnaðist ekki efnahagsspár stofnunarinnar þar sem þær væru of neikvæðar. Helstu verkefni stofnunarinnar voru færð inn í fjármálaráðuneytið og til Seðlabankans, auk þess sem Hagstofunni var falið að safna tilteknum upplýsingum.

Frá þessum tíma hefur enginn óháður opinber aðili annast greiningu efnahagsupplýsinga hér á landi. Erfitt er að túlka skrif Þorsteins um tómarúmið sem varð við hvarf Þjóðhagsstofnunar og skort á efnahagsgreiningu frá óháðum aðilum öðru vísi en harða gagnrýni á þá ákvörðun Davíðs að leggja niður Þjóðhagsstofnun, verknað sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, kallaði dýrkeypta hefndaraðgerð af hálfu Davíðs.

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?