Safnið North Hertfordshire Museum í austurhluta Englands hefur tilkynnt að það muni framvegis vísa til rómverska keisarans Elagabalus, sem einnig var kallaður Helíógabalus, með kvenkyns fornöfnum í stað karlkyns fornafna. Ákvörðun hefur verið tekin um þetta innan safnsins eftir að konist var að þeirri niðurstöðu að keisarinn hafi verið transkona.
Þessi breyting hefur verið gerð eftir að kom í ljós að í fornum textum kemur fram að keisarinn hafi eitt sinn sagt:
„Ekki kalla mig lávarð af því ég er lafði.“
Elagabalus hét raunverulega Markús Árelíus Antoníus og var keisari í fjögur ár, frá árinu 218 eftir krist þar til hún var myrt árið 222 eftir Krist.
Samtímamaður Elagabalus segir í heimildum að keisarinn hafi gifst alls fimm sinum, fjórum sinnum konum og einu sinni gifst karlmanni. Þessi samtímamaður segir að eftir hjónaband karlmannins og keisarans hafi Elagabalus verið kallaður eiginkona og drottning.
Safnið segir að ákvörðunin um að vísa til keisarans með kvenkyns fornöfnum snúist um virðingu og kurteisi. Safnið hefur til sýnis pening með mynd af Elagabalus og mun uppfæra skýringartexta við peninginn.
Nowthis greindi frá.