fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Séra Friðrik tekinn niður og settur í geymslu – „Fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnismerki um séra Friðrik Friðriksson á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs verður tekin niður og því því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þessi ákvörðun var tekin á fundi borgarráðs í dag.

Um er að ræða styttu sem var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK, að tilstuðlan gamalla nemenda séra Friðriks. Einn fremsti myndhöggvari þjóðarinnar, Sigurjón Ólafsson, var fenginn til að gera styttuna.

Nú í ljósi ásakana um að séra Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi, er þó að mati borgarráðs kominn tími til að taka minnisvarðann niður. Í umsögn Listasafns Reykjavíkur í aðdraganda ákvörðunarinnar segir styttan af séra Friðrik sé ein áhugaverðasta standmynd Sigurjóns. Margir hafi í gegnum árin farið lofsamlegum orðum um listaverkið en í ljósi nýrra upplýsinga og umræðu hefur merking verksins breyst.

„Upplifun einstaklinga af listaverkum er mótuð af þeim tíma sem menn lifa og reynsluheimi hvers og eins,“ segir í umsögn. „Þannig getur listaverk sem eitt sinn var minnisvarði og upphafning orðið að áminningu um það sem miður fer í samfélaginu. Fátt bendir til þess að þeir sem líta minningu séra Friðriks jákvæðum augum kjósi að verkið verði að slíku minnismerki auk þess sem fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm.“

Í umsögn KFUM og KFUK segir að allt hafi sinn tíma. Þegar styttur senda önnur skilaboð út í samfélagið en þeim var upphaflega ætlað þá sé kominn tími á breytingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!