fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Upp á líf og dauða – „Þetta er hrein geðveiki að halda að maður geti lifað svona“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 19:59

Gunnar Ingi Valgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi kom af stað átakinu Lífið á biðlista í haust, sem er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Hann er einnig tónlistarmaður og kemur fram undir listamannanafninu Major Pink og gaf nýverið út plötu.

„Eins og er eru samtals í kringum þúsund manns á landinu á biðlista eftir að komast í afeitrun og eftirmeðferð. Mér finnst það allt of há tala. Fólk er að deyja á meðan það bíður,“ segir Gunnar Ingi.

„Það er svo mikið af mannslífum sem fara á meðan biðinni stendur. Líka það að þegar manneskja er komin í örvæntingu, þessi manneskja vill fá hjálp en kemur að lokuðum dyrum alls staðar. Fer á biðlista í sex til níu mánuði, jafnvel heilt ár. Það er mjög ólíklegt að þessi örvænting og vilji verði enn til staðar eftir þennan tíma. Þetta er svo lítill gluggi og það er svo mikilvægt að grípa fólk þegar það er í þessum glugga. Þegar það er tilbúið að leggja á sig vinnuna því þetta er gríðarleg vinna að komast úr svona harðri neyslu.“

Margt getur gerst á meðan

Gunnar Ingi segir að það er margt sem getur gerst þegar fólk er svona lengi á biðlista.

„Það er að segja að ef manneskjan er enn lifandi eftir þessa sex mánuði til ár á biðlista, þá getur svo margt sem getur gerst á meðan. Alls konar áföll sem hafa átt sér stað á meðan biðinni stendur. Í mínu tilfelli, og hjá mörgum öðrum, þegar þú sækir um í meðferð eða afeitrun þá ertu búinn að gefast upp. Ég var alltaf með svona semi stjórn einhvern veginn, eða hélt ég væri með smá stjórn. Reyndi að fela þetta, hélt að enginn vissi. En um leið og ég var búinn að gefast upp þá fóru allar hömlur. Þá vissu þetta allir, ég var búinn að tilkynna að ég væri á leið í meðferð. Og ég hugsaði að ég væri hvort sem er á leiðinni í meðferð og gæti alveg eins notað þangað til. Og þá varð neyslan miklu harðari. Ég rústaði öllu á meðan ég var á biðlista. Það fór allt í vaskinn,“ segir Gunnar Ingi.

„Það er mjög erfitt að útskýra hugarástand einstaklings á þessum stað. Það myndi kannski hjálpa að horfa á þættina hjá mér. En þetta er svo mikið af ranghugmyndum og réttlætingum og bara, þetta er svo mikil sjálfsblekking. Maður sér það ekki fyrr en maður er búinn að vera edrú í smá tíma hvað þetta er rosalega mikil geðveiki. Þetta er hrein geðveiki að halda að maður geti lifað svona. Þetta er spurning upp á líf og dauða með biðlistana, ef það verður ekkert gert í þessu mun þessi tala bara hækka. Það eru í kringum hundrað manns sem láta lífið á hverju ári út af fíknisjúkdómum og margir þeirra á biðlista.“

Hann segir nánar frá þessu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af viðtali við Gunnar Inga, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTube, TikTok eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn
Fókus
Í gær

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáandi sem spáði fyrir Covid telur að ýmsar hörmungar muni ríða yfir á þessu ári

Sjáandi sem spáði fyrir Covid telur að ýmsar hörmungar muni ríða yfir á þessu ári
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?
Hide picture