fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Lífsgleðin var horfin – „Ég var hangandi í einhverju dópgreni á næturnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2023 11:59

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi kom af stað átakinu Lífið á biðlista í haust, sem er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Hann er einnig tónlistarmaður og kemur fram undir listamannanafninu Major Pink og gaf nýverið út plötu.

Gunnar Ingi hefur eigin reynslu af því að vera á biðlista, fara inn og út úr meðferð og ná botninum, oftar en einu sinni.

„Fyrir þessa edrúmennsku hef ég aldrei náð meira en þremur mánuðum. Ég hef átt marga botna. Fyrsti botninn var fyrsta skipti sem ég sótti sjálfur um í meðferð, ég var þá 19 ára. Ég var að vinna á bar og lífsstíllinn minn var þannig að ég svaf tvisvar í viku, var að vinna á nóttunni og gera tónlist á nóttunni og var kominn í mjög harða neyslu, hangandi í einhverju dópgreni á næturnar og á daginn líka. Ég var gjörsamlega búinn með allt serótónín og dópamín og öll lífsgleðin var horfin. Það var fyrsti botninn minn,“ segir hann.

„Ég lenti í ákveðnu áfalli sem mótaði mig í langan tíma og eftir það hætti ég ekki í neyslu en ég hætti allri harðri neyslu, reykti bara kannabis á hverjum degi. Fór að vinna á elliheimili og náði alveg að byggja upp smá líf. En ég vann aldrei úr mínum málum og á endanum kom fortíðin aftur að ná í mig og þá fór ég aftur á kaf og var á kafi næstum því þar til ég fór á Krýsuvík á þessu ári.“

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur vikunnar í Fókus.

Gunnar Ingi segir að hann hafi áður upplifað verri tímabil en þegar hann fór í meðferð í byrjun árs, en eitthvað var öðruvísi og hann var tilbúinn að verða edrú.

„Ég hef átt marga botna og botninn sem ég átti á þessu ári var langt frá því að vera sá versti, en þetta snýst ekki endilega um að finna versta botninn þinn. Heldur hvernig þú ert staddur andlega og hvernig þér líður með lífið,“ segir hann.

„Þegar ég fór inn á Krýsuvík var ég algjörlega vonlaus og ég var búinn að ákveða það að ég myndi aldrei ná bata. Þetta myndi alltaf verða svona, ég myndi eyða restinni af lífi mínu inn og út úr meðferðum og aldrei finna hamingju. En þarna einn daginn vaknaði ég á Krýsuvík og horfði í spegilinn og hataði það sem ég sá. Ég gat ekki horft framan í mig lengur og hugsað út í alla sem ég var að skaða og son minn sem ég var að vanrækja og lífið sem ég var búinn að rústa. Þá tók ég loksins þá ákvörðun að gera allt sem ég gæti til að eignast nýtt líf, fór að taka leiðsögn, ég fór að gera allt sem mér var ráðlagt að gera og hægt og rólega, með því að vera að hjálpa öðrum og tala um mín leyndarmál við einhvern sem ég treysti, eitthvað sem ég var búinn að halda inni í mér í 20 ár og ætlaði aldrei að segja frá. Um leið og ég talaði við fagaðila þá duttu nokkur tonn af bakinu mínu og ég gat farið að vinna í sjálfum mér. Hægt og rólega fór mér að líða betur og hægt og rólega fór ég að vilja þetta fyrir sjálfan mig. Því ég vildi þetta ekki fyrir sjálfan mig í byrjun, mig langaði varla að lifa. En með því að gera þetta fyrir son minn, fjölskylduna mína, þá hægt og rólega fór ég að vilja þetta fyrir sjálfan mig. Eftir einhvern tíma gat ég ekki hugsað mér að hætta því.“

Eftir rúmlega viku mun Gunnar Ingi fagna tíu mánaða edrú afmæli. Hann segir nánar frá þessu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af viðtali við Gunnar Inga, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTube, TikTok eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Hide picture