Jurrien Timber varnarmaður Arsenal spilar ekki meira á þessu tímabilinu og verður ekki með á Evrópumótinu næsta sumar. Hollenskir miðlar fjalla um málið.
Timber sleit krossband í fyrsta leik sínum með Arsenal eftir að félagið keypti hann frá Ajax síðasta sumar.
Timber er 22 ára gamall en vonir voru um að hann gæti byrjað að spila áður en tímabilið yrði á enda.
Nú segja hollenskir miðlar að bataferli Timber sé hins vegar þannig að hann spili ekki á tímabilinu og fari ekki með hollenska landsliðinu á EM.
Arsenal borgaði 35 milljónir punda fyrir Timber sem hafði lofað góðu í upphafi áður en hann meiddist.