fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Flestir neikvæðir í garð samnings HSÍ en Vestfirðingar verjast – „Laxeldið er öflug atvinnugrein“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 14:30

Viðbrögðin við samningnum hafa flest verið afar neikvæð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný samningur Handknattleikssamband Íslands og laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá netverjum. En fyrirtækið verður einn af bakhjörlum landsliðanna og verða treyjurnar merktar því.

Eins og DV greindi frá í gær var Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, ekki sáttur við samninginn og sagði hann regin hneyksli sem sýndi stórkostlegan dómgreindarskort Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ.

Fleiri hafa tekið undir þessi orð Guðmundar en nokkrir koma þó samningnum til varnar.

Neikvæð viðbrögð

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt“ sagði formaðurinn í tilkynningu sem sett var inn á Facebook.

Þegar þetta er skrifað hefur færslan uppskorið 78 reiðikalla, 26 grátkalla en aðeins 41 þumla.

„Vanhugsað“, „veruleikafirrt samband“, „gjörsamlega til skammar“, „sorglegt“, „HSÍ til skammar“, „dómgreindarleysi“, „óhæf stjórn HSÍ“ eru á meðal athugasemdanna við færsluna sem flestar ef ekki allar eru mjög neikvæðar. Meðal annars er skorað á landsliðsmenn að gefa ekki kost á sér vegna samningsins.

Vísað er til frétta um lúsétinn lax og umhverfissóðaskap sem tengist sjókvíaeldinu, sem eins og ný könnun gefur til kynna nýtur afskaplega lítils stuðnings á Íslandi. Eða innan við 10 prósent landsmanna.

Allt fyrir peninga?

Margir hafa líka lýst vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum um þennan samning. Meðal annars tvær konur sem hafa látið í sér heyra í náttúrverndarmálum.

„Hversu aumkunarvert spons er hægt að láta yfir sig ganga?“ spyr Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og merkir HSÍ í færslunni.

Sjá einnig:

Gummi Gumm urðar yfir HSÍ og nýjan samning þeirra – „Sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns“

„Ég sem hef alltaf haft svo mikla trú á HSÍ. Þetta er skelfilegt að vita. Gera menn í alvöru allt fyrir peninga?“ spyr Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.

Vestfirðingar verjast

Varnir fyrir samninginn koma aðallega frá Vestfirðingum, þar sem Arnarlax og fleiri sjókvíaeldisfyrirtæki eru staðsett.

„Vestfirskt fyrirtæki orðið bakhjarl HSÍ. Laxeldið er öflug atvinnugrein,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri vestfirska miðilsins Bæjarins besta og fyrrverandi þingmaður. En hann hefur skrifað margar greinar til stuðnings laxeldis.

„Hversu flott er það að öflugt fyrirtæki á Bíldudal sé að styðja svona vel við landsliðið í handbolta. Alveg til fyrirmyndar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði.

Við báðar þessar færslur setur Einar K. Guðfinnsson þumal, fyrrverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem varð formaður Landssambands fiskeldisstöðva eftir að þingferlinum lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti