fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Katrín segir engu við bæta að fara að tillögu Vilhjálms í gjaldmiðilismálum

Eyjan
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 12:30

Myndin er samsett. Mynd af Katrínu Jakobsdóttur: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið á vef Alþingis skriflegt svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. Þorgerður spurði Katrínu hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að leggja tillögu Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akranes, lið sem hann setti fram á Facebook-síðu sinni 22. september síðastliðinn. Þar lagði Vilhjálmur til að óháðir erlendir aðilar kanni kosti þess og galla að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Katrín svaraði því neitandi að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að tillaga Vilhjálms næði fram að ganga. Hún sagði kosti Íslands í gjaldmiðilismálum þegar hafa verið rannsakaða og liggi nokkuð skýrt fyrir.

Í svari forsætisráðherra segir að árið 2012 hafi Seðlabanki Íslands gefið út skýrsluna Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Í henni hafi niðurstaðan verið sú að raunhæfir valkostir Íslands í gjaldmiðilsmálum væru í raun tveir; að halda í íslensku krónu með sjálfstæðri peningastefnu eða að taka upp evru í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið og Evrópska myntbandalagið. Í skýrslunni komi fram að ekki sé hægt að komast að afdráttarlausri niðurstöðu um hvort hagkvæmara sé fyrir ríki að halda eigin gjaldmiðli eða gerast aðili að stærra myntsvæði. Stundum geti komið svo alvarleg efnahagsáföll að auðveldara verði að eiga við þau með sveigjanlegu gengi. Á öðrum tímum geti sveigjanlegt gengi hins vegar beinlínis aukið á efnahagslegan óstöðugleika, auk þess sem eigin gjaldmiðill geti virkað sem viðskiptahindrun og þannig dregið úr efnahagslegri velsæld.

Enn fremur segir í svarinu að niðurstöður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands árið 2018 séu á svipuðum nótum. Í skýrslu starfshópsins, Framtíð íslenskrar peningastefnu, sé reynsla Íslands af mismunandi fyrirkomulagi peningastefnu og gengismála í gegnum tíðina rakin. Skýrsluhöfundar komist að þeirri niðurstöðu að sérhver peningastefna hafi kosti og galla. Það skipti ekki höfuðmáli hvaða stefna sé valin, heldur að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefjist á hverjum tíma. Starfshópurinn hafi metið sérstaklega kosti þess að taka upp myntráð sem feli í sér varanlega gengisfestu og hafi þannig að einhverju leyti sömu kosti og galla og aðild að myntbandalagi. Niðurstaða starfshópsins sé að gríðarlega erfitt væri að tryggja efnahagslegan stöðugleika undir myntráði. Myntráð myndi einnig skapa óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika þar sem íslenskar fjármálastofnanir standi eftir án lánveitanda til þrautavara.

Forsætisráðherra telur því að kostir Íslands í gjaldmiðilsmálum séu vel rannsakaðir og liggi nokkuð skýrt fyrir. Frekari úttektir erlendra sérfræðinga séu ekki líklegar til að bæta þar miklu við að svo stöddu. Það séu tveir raunhæfir valkostir. Halda íslenskri krónu með sjálfstæðri peningastefnu eða að ganga í Evrópusambandið og Evrópska myntbandalagið og taka upp evru. Bendir ráðherrann á að innganga inn í Evrópusambandið myndi hafa mun víðtækari áhrif en eingöngu á gjaldmiðilsmál og peningastefnu.

Þorgerður spurði Katrínu einnig hvort að ríkisstjórnin myndi gera það að skilyrði að Samtök atvinnulífsins féllust á tillögu Vilhjálms. Svar forsætisráðherra við þeirri spurningu var stutt:

„Samtök atvinnulífsins marka ekki stefnu forsætisráðherra í þessum efnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Í gær

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma