fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Aukin eftirspurn á Íslandi eftir vinsælli fegrunaraðgerð stjarnanna – „Aðalumræðan núna er hvernig þetta mun líta út eftir 30 ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 09:00

Dr. Hannes Sigurjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur borið á nýju fegurðaraðgerðatrendi meðal stjarnanna þar sem fitupúði í kinn er fjarlægður (e. buccal fat removal) til að skerpa andlitsdrætti. Dr. Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir, segir að eftirspurn hér á landi hafi aukist en þetta sé langt í frá vinsælasta fegrunaraðgerðin sem hann framkvæmir. Vinsælast er það sem er kallað „mommy makeover“ hjá konum og fitusog hjá körlum.

Um árabil hefur verið í tísku að vera með vel mótuð kinnbein og skarpa kjálkalínu. Við höfum séð það endurspeglast í förðun. Fyrir nokkrum árum voru það aðeins reyndir förðunarfræðingar sem skyggðu með farða (e. contor), en nú er það hluti af daglegri förðunarrútínu fólks.

Chrissy Teigen fyrir og eftir.

Nú hefur fegrunaraðgerðabransinn tekið við trendinu og eru ýmsar kenningar á sveimi um hvaða stjörnur hafa gengist undir þessa aðgerð, en þær sjaldnast viðurkenna að hafa breytt útliti með aðstoð lýtalækna. Fyrirsætan Chrissy Teigen er ein af örfáum sem hefur opinberlega greint frá sinni upplifun á aðgerðinni

Lýtalæknir í Beverly Hills í Kaliforníu, Dr. Sarmela Sunder, sagði við RealSelf að það væri augljós aukning á þessum aðgerðum, sem á ensku kallast buccal fat removal, og hún fái um tíu beiðnir á viku um að framkvæma slíka. Aðallega frá konum á þrítugs- og fertugsaldri.

Hluti þeirra stjarna sem eru sagðar hafa gengist undir aðgerðina.

Einföld en ekki áhættulaus aðgerð 

Hannes Sigurjónsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og sérhæfði sig í lýtalækningum á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann starfar í Læknahúsinu Dea Medica í Glæsibæ og einnig á Victoriakliniken sem er ein virtasta lýtalækningastöðin í Stokkhólmi.

„Það er verið að fjarlægja fitupúða sem er innan í kinninni. Þetta er að aukast hérlendis en þetta er ekki algengt. Það er hefur töluvert verið spurt um þessa aðgerð og ég er búinn að gera þónokkrar svona aðgerðir,“ segir hann og bætir við að þetta sé tiltölulega einföld aðgerð.

„Það er hægt að gera aðgerðina í staðdeyfingu, semsagt þarf ekki endilega svæfingu, og er hún framkvæmd í gegnum munninn. Lítill skurður er gerður innan á kinninni og fitupúðinn er dreginn út. En eins og með allar skurðaðgerðir, þá er hún ekki hættulaus. Það eru mikilvægar taugar, munnvatnskirtlar og kirtilgangar, stórar æðar þarna og eru dæmi um taugaskaða eftir svona aðgerð. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast undir hendi reynds lýtalæknis.“

Hér að neðan má sjá myndband frá aðgerð, ef þú sérð ekki færsluna er ráð að endurhlaða síðuna.

Hvernig verður þetta eftir 30 ár? 

Aðgerðin er óafturkræf, eftir að púðinn er fjarlægður þá er ekki hægt að setja hann inn aftur. „Það er náttúrulega hægt að fylla til baka með því að taka fitu einhvers staðar annars staðar og sprauta inn í kinnina, það er hægt að endurbyggja margt en það verður aldrei eins og það var,“ segir Hannes..

„Aðalumræðan núna varðandi þessa aðgerð er hvernig þetta mun líta út á sjúklingnum eftir 30 ár,“ segir Hannes. Með aldrinum rýrnar fitan í andlitinu.

„Ég tek aldrei allan fitupúðann þegar ég framkvæmi þessa aðgerð. Ég skil alltaf eitthvað eftir, maður þarf að passa sig að taka ekki of mikið.“

Dr. Hannes Sigurjónsson.

Varafyllingar 

Fyrir nokkrum árum tröllriðu varafyllingar landinu og virtust allir og amma þeirra vilja stóran stút. Undanfarið hafa hins vegar verið vísbendingar um að því tískufyrirbrigði sé að ljúka en fleiri eru að láta leysa upp gamalt fylliefni í vörum.

Hannes segir að hann sprauti aldrei jafn miklu og venjan er hjá mörgum snyrtistofum sem framkvæma aðgerðina.

„Fyrir mitt leyti þá hef ég verið mjög íhaldssamur, vil fá náttúrulega niðurstöðu og er að nota magn eins og 0,15 eða 0,20 eða 0,30 ml. Á meðan margir aðrir eru að klára sprautuna sem er 1 ml. Það er náttúrulega galið magn, sérstaklega ef þú ert með litlar varir til að byrja með. Það veldur því að efnið fari út fyrir svæðið sem það á að fara á, veldur oft á tíðum ónáttúrulegri niðurstöðu og skapar meiri hættu á alvarlegum fylgikvillum svo sem lokun á æðum.“

Þegar efnið fer út fyrir varirnar.

Annað sem hefur farið minnkandi eru brjóstastækkanir. „Hins vegar höfum við verið að sjá mikið trend að fjarlægja brjóstapúða og að byggja brjóst frekar upp með eigin vef líkamans, fitu,“ segir hann.

Þegar kemur að körlum þá er fitusog vinsælast.

„Karlar eru að koma í fitusog á maga, hliðum og brjóstum. Og augnlokaaðgerðir,“ segir Hannes. 

„Mommy makeover“

Aðspurður hvaða aðgerð sé vinsælust hjá honum segir Hannes það vera svuntuaðgerðir og brjóstalyftingar. „Það er það algengasta sem við gerum. Þetta „mommy makeover“, þegar konur eru að koma eftir barneignir og vilja fá magann sinn til baka og losna við slit og aukahúð, og ekki síst laga kviðvegginn. Við gerum það alltaf í leiðinni,“ segir hann.

Á meðgöngu er algengt að rof verði milli langvöðva (rectus abdominis vöðvi) kviðveggjarins sem dregst ekki alla leið til baka eftir meðgöngu. „Það veldur því að maginn verður útstæður og bolstyrkurinn minnkar. Með því að laga kviðvegginn fá þær til baka mikinn og góðan bolstyrk,  sem hjálpar til dæmis með mjóbaksverki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda