Eftir andlát eiginkonu sinnar hefur Sir Alex Ferguson ákveðið að setja húsið sitt á sölu og vill hann fá 620 milljónir fyrir það.
Húsið er staðsett í hverfinu Wilmslow sem er í úthverfi Manchester.
Cathy, eiginkona Ferguson lést í haust og hefur þessi 81 árs gamli maður ákveðið að flytja.
Húsið er í gömlum stíl en teppið hefur tengingar til Skotlands þaðan sem Ferguson er.
Húsið er ansi stórt en í það vantar öll helstu nútíma þægindi, Ferguson og Cathy hafa búið þarna í fjöldamörg ár og litlu breytt.
Líklegt er talið að húsið seljist fljótt enda er Ferguson goðsögn í sögu enska fótboltans eftir stjóratíð sína hjá Manchester United.