fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Telja nýjar reglur um kirkjuheimsóknir mótsagnakenndar – „Miklu betra að skólinn kæmi ekki nálægt þessu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 16:30

Jóhann Hjalti og fleiri eru ekki sátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósætti ríkir um nýjar reglur um kirkjuheimsóknir skóla í sveitarfélaginu Múlaþingi. Fulltrúar Austurlistans og Vinstri grænna annað hvort sátu hjá eða kusu gegn reglunum á fundi fjölskylduráðs í gær og telja reglurnar tímaskekkju.

„Þessar reglur eru barns síns tíma,“ segir Jóhann Hjalti Þorsteinsson, fulltrúi Austurlistans, um reglurnar sem byggja að miklu leyti á reglum sem samstarfsvettvangur Þjóðkirkjunnar og fleiri trúfélaga gerði árið 2012.

Þessar reglur voru í gildi hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði fyrir sameiningu við þrjú önnur sveitarfélög sem að lokum varð Múlaþing. Á síðasta ári bar Jóhann upp þá tillögu að þessa reglur yrðu einfaldlega aflagðar en hún var naumlega felld í bæjarstjórn.

Í staðinn var fræðslustjóra Múlaþings falið að gera nýjar reglur um kirkjuheimsóknir skólanna og voru þær bornar upp í fræðsluráði og samþykktar í gær.

Mótsagnakenndar reglur

Í reglunum segir meðal annars:

„Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljast hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleið þjóðarinnar.“

Og enn fremur:

„Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Um almenna kynningu eða auglýsingar á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu félagasamtaka.“

Jóhann og fleiri telja þessar reglur í beinni andstöðu hvora við aðra. Reglurnar setji foreldra og börn vissulega í þá stöðu að þurfa að gera grein fyrir trúarskoðunum sínum. Benda þau á að nærri helmingur, eða 44 prósent íbúa Múlaþings standi utan Þjóðkirkjunnar.

Börn og foreldrar sett í slæma stöðu

„Við erum mjög fjölbreytt sveitarfélag orðið og mikið sem hefur breyst á þeim rúma áratug sem reglurnar voru samdar. Það er ótækt að bjóða upp á að tæp 44 prósent íbúa þurfi að hafa fyrir því að afþakka heimsóknir í kirkjur þegar skólinn er að skipuleggja þær,“ segir Jóhann. „Það væri miklu betra að skólinn kæmi ekki nálægt þessu. Þeir sem kysu að fara í kirkju, á aðventunni eða öðrum tímum árs, til að njóta stundar þar þá myndu þeir gera það á eigin vegum.“

Ekki sé gott að setja börn í þá stöðu að þau séu spurð af bekkjarfélögum sínum af hverju þau hafi ekki komið með í kirkjuna. Eða þá að setja foreldra í þá stöðu að þurfa að verja eða réttlæta lífsskoðanir sínar gagnvart börnum sínum eftir kirkjuheimsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina