fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

BÍ kærir fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum.

Greint er frá þessu á vef félagsins, press.is.

Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. Í kærunni kemur m.a. fram að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. Framkvæmd stjórnvalda hafi hins vegar verið sú að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.

Þá er bent á í kærunni að stjórnvöldum, sem fara með hlutverk almannavarna á hættustundu samkvæmt lögum um almannavarnir, sé ekki heimilt að takmarka tjáningarfrelsi borgaranna umfram það sem nauðsynlegt er.

„Þegar til greina kemur að takmarka möguleika fjölmiðla til að fjalla um náttúruhamfarir og viðbrögð stjórnvalda við þeim verður auk annars að hafa í huga mikilvægi þess hlutverks sem fjölmiðlar gegna við slíkar aðstæður við miðlun upplýsinga til almennings bæði um náttúruhamfarir sem slíkar og um viðbrögð stjórnvalda í tilefni af slíkum hamförum,“ segir ennfremur.

Lög um almannavarnir hafi ekki að geyma beina heimild stjórnvalda til að takmarka umfjöllun fjölmiðla um þá atburði sem undir þau falla eða viðbrögð stjórnvalda við slíkum atburðum. Hins vegar hafi lögin að geyma víðtækar valdheimildir sem einungis eru virkar á hættustundu.

Að því marki sem beiting slíkra valdheimilda leiðir til takmörkunar á starfsemi fjölmiðla og þar með tjáningarfrelsi borgaranna þarf hún að rúmast innan þeirra marka sem ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi setur slíkum takmörkunum. Að mati Blaðamannafélagsins er sú takmörkun fjölmiðla að svæðinu sem lögreglustjóri hefur fyrirskipað, verulega umfram það sem nauðsynlegt geti talist í skilningi tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar.

Þá er í kærunni minnt á að blaðamenn séu jafnan að störfum við hættulegar aðstæður, þar með talið á hamfara- og átakasvæðum sem almennum borgurum hefur jafnvel verið skipað að yfirgefa, og eitt af hlutverkum fjölmiðla er að flytja fréttir af slíkum svæðum.

Ekki er því sjálfgefið að aðgangur blaðamanna að slíkum svæðum sæti sömu takmörkunum og aðgangur almennings. Þvert á móti verður með tilliti til þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna bæði almennt og sérstaklega á hættustundu að leggja til grundvallar að tryggja verði blaðamönnum rýmri aðgang að slíkum svæðum til þess að þeir geti sinnt þessu hlutverki.

Loks er óskað eftir því að meðferð málsins verði hraðað eins og framast er kostur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!