fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ógnarástand vegna próflauss ökuníðings í Grafarvogi – „Við viljum að maðurinn hætti að keyra“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 10:00

Maðurinn var handtekinn í október en var strax kominn undir stýri aftur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Engjahverfi í Grafarvoginum eru uggandi vegna ökuníðings sem hefur ítrekað verið sviptur vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrátt fyrir að vera stoppaður af lögreglu og dæmdur er hann jafn harðan kominn á götuna aftur.

Það má segja að ógnarástand ríki þar sem íbúarnir þora ekki að tjá sig opinberlega um þetta af ótta við hefnd mannsins. Þeir tala samt reglulega um þetta á lokuðum Facebook hópum og margsinnis hafa þeir hringt á lögregluna þegar hann sest undir stýri. Lögreglan hefur heitið betra eftirliti en íbúunum finnst lítið gert til að stöðva þetta.

„Við viljum að maðurinn hætti að keyra. Krakkarnir okkar eru hér úti um allt á rafskútum og að leika sér,“ segir einn íbúi í hverfinu.

Tuttugu ára dómasaga

Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og býr hjá kærustu sinni í íbúð í götunni Laufengi. Brotasaga hans nær tuttugu ár aftur í tímann og hefur hann verið tekinn í á fimmta tug skipti undir áhrifum á bíl. Meðal annars vegna neyslu amfetamíns, MDMA, kannabis og fleiri fíkniefna sem og áfengis.

Einnig hefur hann verið dæmdur fyrir hraðakstur, vörslu fíkniefna og fjársvik. Auk fangelsisdóms hefur hann fengið sektir og verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Sú svipting hefur verið áréttuð í nokkur skipti en lítið dugað til að stöðva hann frá því að keyra.

Með barn í bílnum

Maðurinn hefur sést keyrandi á að minnsta kosti tveimur bílum, Volvo jeppa og Skoda skutbíl, og er annar þeirra skráður á tengdaföður hans. Þann 27. október síðastliðinn var hann stöðvaður af lögreglu og handtekinn, þá með 15 ára stjúpson sinn í bílnum. Urðu margir nágrannar vitni að því og vonuðust til þess að hættan væri liðin hjá í einhvern tíma. Svo reyndist ekki vera.

„Eftir að hann var stoppaður hérna var hann kominn undir stýri daginn eftir,“ segir einn nágranni.

Oft veigrar fólk sér við því að hringja á lögregluna þegar hann gæti séð til en þegar hann er kominn úr augsýn er það um seinan. Þeir hafa þó hringt í lögregluna þegar þeir treysta sér til þess, til dæmis heima hjá sér, en viðbrögð lögreglunnar hafa hingað til oftast verið lítil. „Löggan er búin að lofa að vera með meira eftirlit í hverfinu,“ segir einn vonlítill íbúi.

Óttast hefnd

Þó að maðurinn hafi ekki fengið á sig dóma fyrir ofbeldisbrot þá þora nágrannarnir ekki að tjá sig um þetta opinberlega, svo sem á opnum Facebook grúbbum hverfisins, af ótta við hefndaraðgerðir. Ástandið hefur hins vegar verið rætt í lokuðum grúbbum blokkanna allt um kring.

Hafa nágrannarnir af þessu miklar áhyggjur og að sögn þeirra hafa þeir litla trú á að það hafi nokkuð upp á sig að reyna að tala manninn til. Hann sjáist nánast daglega undir stýri og óttast þeir mjög um börnin sín og aðra nákomna á götum hverfisins vegna þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum