fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Íslenska liðið vann þægilegan sigur en fer ekki áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í flokki 19 ára og yngri vann öruggan sigur á Eistlandi í dag í fyrstu umferð undankeppni EM 2024. Sigurinn dugði þó ekki til að komast áfram á næsta stig undankeppninnar.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en snemma í þeim seinni kom Benóný Breki Andrésson íslenska liðinu yfir með marki af vítapunktinum.

Eftir rúman klukkutíma leik tvöfaldaði Ágúst Orri Þorsteinsson svo forystu Íslands og staðan orðin vænleg.

Á 68. mínútu bætti Benóný við sínu öðru marki og þar við sat, lokatölur 3-0 fyrir Ísland.

Sem fyrr segir dugðu úrslitin ekki til. Ísland þurfti að treysta á Frakkland gegn Danmörku í hinum leik riðilsins en Danir unnu þann leik 2-1. Enda þeir þar með á toppi riðilsins og Frakkar í því öðru.

Ísland endar með 4 stig í þriðja sæti og Eistar á botninum án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan