Íslenska karlalandsliðið í flokki 19 ára og yngri vann öruggan sigur á Eistlandi í dag í fyrstu umferð undankeppni EM 2024. Sigurinn dugði þó ekki til að komast áfram á næsta stig undankeppninnar.
Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en snemma í þeim seinni kom Benóný Breki Andrésson íslenska liðinu yfir með marki af vítapunktinum.
Eftir rúman klukkutíma leik tvöfaldaði Ágúst Orri Þorsteinsson svo forystu Íslands og staðan orðin vænleg.
Á 68. mínútu bætti Benóný við sínu öðru marki og þar við sat, lokatölur 3-0 fyrir Ísland.
Sem fyrr segir dugðu úrslitin ekki til. Ísland þurfti að treysta á Frakkland gegn Danmörku í hinum leik riðilsins en Danir unnu þann leik 2-1. Enda þeir þar með á toppi riðilsins og Frakkar í því öðru.
Ísland endar með 4 stig í þriðja sæti og Eistar á botninum án stiga.