fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hvaða konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 15:16

Ásta S. Fjeldsted hlaut FKA viðurkenningu 2023 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið og eru konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu. Grace Achieng hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði. Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurtalning í Viðurkenningarhátíð FKA 2024 hafin og FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta viðurkenningu og verða heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA 2024. Tilnefningar eru opnar til og með 23. nóvember.

Veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið okkur hvatning og fyrirmynd en FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999. Niðurtalning í næstu hátíð er hafin, opnað hefur verið fyrir tilnefningar þar sem við öll getum tilnefnt og almenningur og atvinnulífið hvatt til að tilnefna og hafa áhrif á val á þeim konum sem verða heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA á Hótel Reykjavík Grand 24. janúar 2024. 

„Hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara eina á heimasíðu FKA til og með 23. nóvember 2023. Mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað til að færa dómnefnd. Sérstök dómnefnd fer yfir allar tilnefningar sem berast frá almenningi og atvinnulífinu, metur og á endanum velur þær sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu 2024. Framlína íslensks viðskiptalífs og félagskonur FKA fagna með viðurkenningarhöfum á nærandi stundu,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Dómnefnd 2023 frá vinstri: Kathryn Gunnarsson stofnandi og framkvæmdastjóri Geko Consulting, Logi Pedro Stefánsson, listamaður og meðeigandi 101 Productions, Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma, Chanel Björk Sturludóttir, dagskrárgerðarkona og meðstofnandi félagasamtakanna „Hennar rödd“, Stjórnarkona FKA, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri Fastus var formaður dómnefnda, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
Mynd: Silla Páls

FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd. 

Hvatningarviðurkenning FKA er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. 

Þakkarviðurkenning FKA er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í atvinnulífinu. 

Það var árið 1999 sem Hillary Rodham Clinton fékk FKA Viðurkenninguna og hefð hefur skapast fyrir því að heiðra þrjár konur. Á FKA viðurkenningarhátíðinni síðast voru það þær Ásta S. Fjeldsted sem hlaut FKA viðurkenningu 2023, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2023 og Grace Achieng sem hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2023. 

Eliza Reid forsetafrú og félagskona FKA, Chanel Björk Sturludóttir meðstofnandi „Hennar rödd“ og Loga Pedro Stefánsson meðeigandi 101 Productions skemmtu sér á Viðurkenningarhátíðinni í fyrra..
Mynd: Silla Páls

Viðurkenningarhafar síðustu ára – frá upphafi: 

KRÍTERÍA – FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd. 

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru: 

Ásta S. Fjeldsted  

Hafrún Friðriksdóttir 

María Fjóla Harðardóttir 

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir 

Margrét Kristmannsdóttir 

Erna Gísladóttir 

Guðrún Hafsteinsdóttir  

Birna Einarsdóttir 

Guðbjörg Matthíasdóttir 

Liv Bergþórsdóttir 

Margrét Guðmundsdóttir 

Rannveig Grétarsdóttir 

Aðalheiður Birgisdóttir 

Vilborg Einarsdóttir 

Rannveig Rist 

Steinunn Sigurðardóttir 

Halla Tómasdóttir 

Ásdís Halla Bragadóttir 

Katrín Pétursdóttir 

Aðalheiður Héðinsdóttir 

Svava Johansen 

Elsa Haraldsdóttir 

Þóra Guðmundsdóttir 

Hillary Rodham Clinton 

KRÍTERÍA – Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. 

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru: 

Grace Achieng 

Edda Sif Pind Aradóttir 

Fida Abu Libdeh 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir  

Helga Valfells 

Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch 

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir 

Kolbrún Hrafnkelsdóttir 

María Rúnarsdóttir 

Rakel Sölvadóttir 

Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop 

Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attentus) 

Margrét Pála Ólafsdóttir 

Marín Magnúsdóttir 

Agnes Sigurðardóttir 

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir 

Guðbjörg Glóða Logadóttir 

Jón G. Hauksson 

Edda Jónsdóttir 

Freydís Jónsdóttir 

Guðrún Hálfdánsdóttir 

Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms 

Lára Vilberg 

KRÍTERÍA – Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu. 

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru: 

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir  

Katrín S. Óladóttir 

Bryndís Brynjólfsdóttir 

Anna Stefánsdóttir 

Sigríður Ásdís Snævarr 

Hildur Petersen 

Hafdís Árnadóttir  

Sigríður Vilhjálmsdóttir 

Guðný Guðjónsdóttir 

Guðrún Edda Eggertsdóttir 

Guðrún Lárusdóttir 

Erla Wigelund 

Dóra Guðbjört Jónsdóttir 

Bára Magnúsdóttir 

Guðrún Birna Gísladóttir 

Guðrún Agnarsdóttir 

Guðrún Erlendsdóttir 

Rakel Olsen 

Guðrún Steingrímsdóttir 

Vigdís Finnbogadóttir 

Jórunn Brynjólfsdóttir 

Unnur Arngrímsdóttir 

Bára Sigurjónsdóttir 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið