fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Upp úr sauð á Suðurlandsbraut þegar Ríkharð vakti athygli á þessu – „Ekki vera svona vitlausir alla daga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart um helgina þegar Antoine Griezmann var orðaður við Manchester United um helgina. Þetta var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Þar gaf sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson lítið fyrir þessa orðróma.

Kristján var ekki lengi að taka til máls eftir að þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason hóf að ræða orðrómana um Griezmann og Manchester United.

„Ríkharð, ekki lesa bara einhverja slúðurmiðla,“ sagði Kristján.

„Þetta kæmi ekkert á óvart. United er búið að gera þetta milljón sinnum,“ skaut Ríkharð þá inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Þetta er þvættingur. Það er verið að búa til fréttir, ekki vera svona vitlausir alla daga.“

Ríkharð færði þá rök fyrir máli sínu.

„Hversu oft hefur United farið þessa leið? Hversu oft? 36 ára Zlatan, Henrik Larsson, Edinson Cavani. Á ég að halda áfram? Odion Ighalo. Þvættingur er þetta,“ sagði hann.

Mikael Nikulásson var með þeim félögum í setti að vanda.

„Það er allt í lagi, ef hann fær eðlileg laun, að taka hann í eitt og hálft ár. Eini möguleikinn til að hann komi er sennilega að bjóða honum einhver stjarnfræðileg laun og það er auðvitað bara þvæla,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flamengo vill fá leikmann Arsenal

Flamengo vill fá leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Í gær

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum