Ruben Neves verður áfram hjá Al Hilal í janúar þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina. The Athletic segir frá þessu.
Portúgalski miðjumaðurinn ákvað að elta peningana til Sádi-Arabíu í sumar eftir nokkur góð ár hjá Wolves. Hann var þó strax orðaður við brottför nú þegar janúarglugginn opnar.
Arsenal og Newcastle vilja bæði bæta við sig miðjumönnum og hefur Neves verið orðaður sterklega við bæði lið, en fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu á Newcastle líkt og Al Hilal.
Nú segir hins vegar á vef The Athletic að Neves sé himinnlifandi hjá Al Hilal, þar sem hann er algjör lykilmaður.
Liðið vilji því ekki missa hann í janúar og að hann hafi ekki heldur í hyggju að fara þaðan.