fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Jóna Hrönn: „Þú ert ýmist fáviti eða engill“ – Bjarni: „Það er algjört skotleyfi“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson eru gestir Erlu Guðmundsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti hennar, Með lífið í lúkunum.

Óhætt er að segja að um áhugavert viðtal sé að ræða enda eru Jóna Hrönn og Bjarni með langa reynslu og hafsjór um fróðleik um hin ýmsu málefni. Í þættinum ræðir Erla meðal annars við þau um prestsstarfið, mótbyr og meðbyr í trú á Íslandi, hjónabandið, lýðheilsu og margt fleira.

Í þættinum kemur Bjarni meðal annars inn á það að þau hafi lifað mjög merkilega tíma sem prestar á Íslandi og ýmislegt hafi breyst síðustu áratugina.

Finnur fyrir fyrirlitningu

„Þegar við vorum að byrja í prestsstarfinu þá var prestshlutverkið óumdeilt í samfélaginu,“ sagði Bjarni. Hann hafi upplifað djúpa starfsánægju síðustu tíu til tuttugu árin en á sama tíma hafi viðhorfið til prestastéttarinnar breyst til muna.

Bjarni sagðist aðeins geta talað fyrir sjálfan sig en tók fram að ekki líði sú vika að hann finni fyrir djúpri fyrirlitningu vegna þess að hann er prestur og trúaður.

„Það er bara þannig, það er algjört skotleyfi og þú steinheldur kjafti. Þú bara tekur þessu og veist að þarna er einhver að tala innan úr sínu barnasjálfi og þú svarar þessu ekki. Leyfir þessu að ganga hjá og setur þetta ekki á vonda staðinn og heldur áfram þínu starfi.“

Morguninn byrjaði á ljótum skilaboðum

Jóna Hrönn tók undir þetta.

„Ég hef stundum sagt um þetta starf að það er svolítið þannig að þú ert ýmist fáviti eða engill. Ýmist ertu talinn fáviti ef þú veist ekkert í þinn haus og trúir á eitthvað sem er svo fáránlegt og bjánalegt og svo ertu í hugum annarra sendiboði Guðs,“ sagði Jóna sem nefndi dæmi um þetta.

„Ég vaknaði bara í morgun og það voru skilaboð: „Ég held þú sért ógeð“. Morguninn byrjaði svona,“ sagði Jóna og bætti við að vissulega væri þetta dæmi um einhvers konar stjórnleysi.

„En þetta er hluti af starfinu að það er svona ákveðið veiðileyfi á þig af því að þú ert prestur og af því að þú átt trú og boðar trú og vinnur á þeim vettvangi.“

Snýr ekki að henni

Jóna segir að svona skilaboð marki hana ekki inn í daginn. „Vegna þess að ég er bara búin að vera svo lengi í þessu starfi, ég veit ef einhver talar svona þá líður honum illa og þetta snýr bara alls ekkert að mér.“

Bætti Jóna við að tilhneigingin væri þannig að segja mætti hvað sem er við presta. Margt af þessu væri í gegnum netið þar sem fólk leyfir sér meira en ella.

„Það er þetta sem er svo skrýtið við þetta starf. Svo hitti ég konu hérna áðan sem var að þakka mér fyrir yndislega stund, kveðjustund sem var mjög djúp og nærandi og mikil tenging og mikil fegurð. Þetta gerist sama morguninn, að einhver heldur að ég sé ógeð og er eiginlega sannfærður um það og svo er einhver sem þakkar manni fyrir eitthvað sem var djúpt og fallegt. Þú þarft svolítið mikið að vinna með sjálfsmyndina þína af því að þú ert svo sannarlega með lífið í lúkunum í þessu starfi.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Hér má nálgast fleiri þætti af Með lífið í lúkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi