fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

KSÍ fer í verkefni gegn hagræðingu úrslita – „Ef hagræðing úrslita fær að grassera þá töpum við öll“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 16:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagræðing úrslita er málefni sem þarf stöðugt að halda vöku fyrir og berjast gegn, og heilindamál (integrity) er mikilvægt verkefni allra sem koma að stjórnun og skipulagi knattspyrnuíþróttarinnar. Allir leikir eiga að vera leiknir af háttvísi og sanngirni og úrslit leiksins eiga einungis að ákvarðast af getu liðanna sem eiga í hlut. Úrslit leiksins eiga ekki að liggja fyrir fyrr en leik lýkur.

KSÍ er hluti af eftirlitskerfi gegn hagræðingu úrslita, annars vegar í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og hins vegar í gegnum samstarfssamning KSÍ, ÍTF og Genius Sports. Komi upp tilvik þar sem grunur er um hagræðingu úrslita þá fær KSÍ tilkynningu um slíkt og greiningu frá eftirlitsaðilum. Hið sama á við þegar KSÍ berst ábending um einstaklinga (leikmenn og aðra) sem stunda veðmál í mótum og leikjum sem þar þeir sjálfir eru þátttakendur, eins og nýleg dæmi eru um hérlendis.

Hagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óeðlilegum hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra.
Hagræðing úrslita er þegar átt er við úrslit og framgang leikja til þess að græða peninga með veðmálum (með því t.d. að veðja á sigurlið eða fjölda marka).
Hagræðing úrslita er að sannfæra leikmann eða leikmenn í liði til þess að tapa leik eða sjá til þess að viss fjöldi marka verði skoraður í leiknum (oft þá einnig með aðstoð frá dómara).
Hagræðing úrslita er þegar átt er við einstök atvik leiks, s.s. innköst, horn, spjöld, víti o.s.frv.

Fannar Helgi Rúnarsson heilindafulltrúi KSÍ segir þetta um málið. „Sérstaða fótbolta og auðvitað íþrótta almennt er að við vitum ekki úrslitin fyrirfram og úrslitin eiga ekki að liggja fyrir fyrr en að leik loknum. Þetta er algjört lykilatriði og við verðum að standa vörð um það. Úrslit leikja eiga að ákvarðast af íþróttalegum þáttum, getu og hæfileikum liða og leikmanna, taktísku uppleggi, dagsformi, og svo framvegis. Ef hagræðing úrslita fær að grassera þá töpum við öll. KSÍ er hluti af viðamiklu eftirlitskerfi og samskiptin þar á milli eru virk.“

KSÍ, í samstarfi við HSÍ og KKÍ og með stuðningi Lyfjaeftirlits Íslands, vinnur um þessar mundir að verkefni sem gengur út á að hvert íþróttafélag skipi sérstakan heilindafulltrúa sem er þá ábyrgur fyrir fræðslu og upplýsingagjöf innan síns félags, með stuðningi sérsambandanna.

„Til að hagræða úrslitum þá þarf yfirleitt einhvern sem er beinn þátttakandi í leiknum, inni á vellinum. Boltagreinarnar þrjár – fótbolti, karfa og handbolti, eru að vinna saman að stóru og mikilvægu verkefni sem ætlað er að bæta og auka fræðslu og upplýsingagjöf til leikmanna og annarra í gegnum sérstakan heilindafulltrúa hvers félags. Markmiðið er auðvitað að fyrirbyggja hagræðingu með beinum samskiptum við leikmenn og aðra, þar sem við viljum m.a. fræða fólk um hætturnar og afleiðingarnar af hagræðingu úrslita, fyrir liðin og ekki síður einstaklingana. Við verðum að gera allt sem við getum til þess að vinna gegn þessu“ segir Fannar Helgi Rúnarsson, heilindafulltrúi KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan