fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn hrifnastir af sjókvíaeldi – Innan við 10 prósent hlynnt því

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 14:30

Afstaðan er ólík eftir stjórnmálaskoðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 9,9 prósent svarenda í nýrri könnun eru hlynntir sjókvíaeldi. 69 prósent eru á móti því en 21 prósent hafa ekki myndað sér skoðun. 43,9 prósent eru mjög á móti sjókvíaeldi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem gerð var fyrir Sósíalistaflokkinn.

Munurinn er þó nokkur þegar litið er til stjórnmálaskoðana. Sjálfstæðismenn eru hlynntastir sjókvíaeldi, en þó eru aðeins 20,9 prósent þeirra fylgjandi því en 48 prósent mótfallnir.

Hjá Framsóknarmönnum er stuðningurinn 17,2 prósent, hjá Miðflokksmönnum 16,8, hjá stuðningsfólki Flokks fólksins 15, hjá Sósíalistum 10,4, hjá Pírötum 6,4, hjá Viðreisnarfólki 4,8, hjá Samfylkingarfólki 3,6 og hjá Vinstri grænum aðeins 1,4 prósent.

Andstaðan mælist mest innan Samfylkingarinnar, 85,3 prósent.

Meiri stuðningur hjá körlum og landsbyggðarfólki

Athygli vekur að karlar eru mun hlynntari sjókvíaeldi en konur. 14,8 prósent stuðningur mælist hjá körlum en aðeins 4,7 hjá konum.

Þá er stuðningurinn aðeins meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Mestur er stuðningurinn á Austurlandi, 15,4 prósent, en á milli 12 og 14 prósent í öðrum landshlutum að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Þar er stuðningurinn aðeins á bilinu 7 til 9 prósent.

Stuðningurinn hefur minnkað á undanförnum árum.

Stuðningurinn hækkar með aldri og er mestur hjá 60 ára og eldri, 14,4 prósent. Einnig er hann mestur hjá þeim sem eru aðeins með grunnskólapróf, 13,8 prósent, en minnstur hjá háskólamenntuðum, 7,4.

Mun meiri stuðningur við landeldi

Einnig var mæld afstaða til fiskeldis almennt og þar kemur í ljós að Íslendingar eru mun jákvæðari þrátt fyrir að aðeins lítill hluti eldisins sé landeldi. 47, 2 prósent eru hlynnt en 25,7 prósent andvíg. Þessar tölur hafa hins vegar verið að dragast saman undanfarin ár. Árið 2021 voru 55 prósent hlynnt en 14 prósent andvíg.

Sagan er mjög svipuð og þegar kemur að sjókvíaeldinu. Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokksmenn eru hlynntastir en Píratar, Vinstri grænir og stuðningsfólk Flokks fólksins mest á móti.

Stuðningurinn fer vaxandi með hækkandi aldri og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Könnunin var gerð 3. til 7. nóvember. Svarendur voru 937.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““