Íslenska landsliðið er komið í umspil um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári, þetta varð ljóst eftir sigur Tékklands á Moldóvu í kvöld.
Tékkar unnu öruggan 3-0 sigur og tryggðu Íslandi miða inn í umspilið. Íslenska liðið átti ömurlega undankeppni en vegna árangurs í Þjóðadeildinni er íslenska liðið komið í vænlega stöðu í mars.
Íslenska liðið fer að öllu óbreyttu í B-umspilið og mætir Ísrael í undanúrslitum en í hinu einvíginu mætast þá Bosnía og Úkraína.
Spilaður er einn leikur og svo er farið í úrslitaleikinn.
Úkraína gerði jafntefli við Ítali í kvöld og fara því ekki beint inn á mótið.
Ljóst er að íslenska liðið mun ekki ekki leika leiki sína á heimavelli og er talið líklegast að liðið spili í Malmö.
🇨🇿 Czechia will play at EURO 2024!
It was easy confirmation for Czechia as they qualified to EURO 2024 by defeating Moldova 3-0 tonight.
Czechia should be placed in Pot 3.
🇮🇸 🇪🇪 As Czechia qualified, both Iceland and Estonia confirmed their spots in the Play-offs! pic.twitter.com/IczCEbDEwu
— Football Rankings (@FootRankings) November 20, 2023