David Moores fyrrum eigandi Liverpool lést í júlí á þessu ári, hann var efnaðri en talið hafði verið og skildi eftir sig 78,3 milljónir punda.
Moores átti um tíma hlut í bæði Everton og Liverpool en eignaðist svo 51 prósenta hlut í Liverpool árið 1991.
Morres var stjórnarformaður félagsins í sextán ár.
Hann skildi eftir erfðaskrá þar sem fjölskylda hans fær öll hans auðæfi, þar á meðal eru stjúpbörn hans sem fá mikla fjármuni.
Moores átti rúma 13 milljarða þegar hann féll frá en hann giftist tveimur konum á lífsleiðinni.
Moores setti Liverpool til sölu árið 2007 þegar hann áttaði sig á því að hann hefði ekki fjármuni til þess að keppa við Chelsea á þeim tíma.
Moores var alltaf búsettur í Liverpool en hann seldi félagið til Thomas Hicks og George Gillett árið 2007. Hann var eigandi félagsins árið 2005 þegar liðið vann Meistaradeildina.